Hlutum gefið framhaldslíf í garðsölu í Hlíðunum Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:55 Marjatta Ísberg selur einband sem hún litar úr hinum ýmsu jurtum sem hún finnur í nágrenninu. Vísir/Dúi Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík nýttu veðurblíðuna og gáfu notuðum hlutum framhaldslíf á hverfismarkaði þar sem kenndi ýmissa grasa. Skipuleggjandinn vonast til að viðburðurinn verði haldinn árlega hér eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi Grín og gaman Reykjavík Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi
Grín og gaman Reykjavík Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira