Ólafur Stefáns er fimmtugur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2023 09:30 Ólafur Stefánsson átti langan og sigursælan feril inn á handboltavellinum. Getty/Jan Christensen/ Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson fæddist 3. júlí 1973 og heldur því upp á fimmtugsafmælið sitt í dag. Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Landslið karla í handbolta Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Ólafur er eins og er aðstoðarþjálfari þýska liðsins Erlangen en hann lagði handboltaskóna á hilluna árið 2013. Ólafur er einn farsælasti íþróttamaður Íslandssögunnar og var á sínum tíma fjórum sinnum kosinn Íþróttamaður ársins eða árin 2002, 2003, 2008 og 2009. Ólafur var í aðalhlutverki þegar íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á ÓLympíuleikum (silfur í Peking 2008), á Evrópumeistaramóti (brons í Austurríki 2010) og á heimsmeistaramóti (fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997). Ólafur skoraði 1511 mörk í 318 landsleikjum og átti lengi markamet landsliðsins áður en Guðjón Valur Sigurðsson tók það af honum. Ólafur er líka einn sigursælasti handboltamaður Íslands þegar kemur að árangri með félagsliðum. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku. Hann vann bæði þýsku deildina, Meistaradeildina og EHF-bikarinn með Magdeburg. Hann spilaði með þremur liðum í Bundesligunni, bestu deild í heimi, og var þar með 1245 mörk í 257 leikjum. Sigursælustu árin átti hann hjá Ciudad Real á Spáni þar sem hann vann Meistaradeildina þrisvar sinnum, spænsku deildina fjórum sinnum og sex bikartitla á Spáni. Ólafur náði einnig að verða bæði Danmerkurmeistari með AG frá Kaupmannahöfn og meistari með Lekhwiya Sports Club Doha í Katar. Ólafur varð markakóngur á EM 2002 í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið endaði í fjórða sæti. Hann var fjórum sinnum valinn í úrvalslið á stórmótum, tvisvar á EM (2002 og 2010) og tvisvar á Ólympíuleikum (2004 og 2008). Til hamingju með afmælið Ólafur. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira