Tjarnarbíó bjargað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 13:09 Sara Martí er eðli málsins samkvæmt sátt við að lausn hafi fundist á málum Tjarnarbíó. Ríkið mun í samstarfi við Reykjavíkurborg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leikhússtýra segist anda léttar. „Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“ Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
„Okkur hefur ekki verið sagt nákvæmlega hvernig þau ætla að útlista þetta en okkur hefur verið lofað því að það muni ekki koma til þess að við munum þurfa að loka í haust eins og við gerðum áður ráð fyrir,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós í samtali við Vísi. Áður hefur komið fram að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni dugi núverandi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Gerði Sara ráð fyrir því að leikhúsið myndi þurfa að loka dyrum sínum í haust en nú hefur lending náðst í málinu. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að Menningar-og viðskiptaráðuneytið hafi átt í samtali við Reykjavíkurborg um að finna lausn á bráðavanda Tjarnarbíós og um leið að horfa á sameiginlega lausn til framtíðar. Sara Martí segir að ætlunin sé að ríkið, borgin og aðstandendur leikhússins fari í allsherjar þarfagreiningu á rekstri sjálfstæðra sviðslista hér á landi í kjölfarið. Hún segir eðli málsins samkvæmt vera létt vegna niðurstöðunnar. „Það var mjög erfitt að vita ekki fyrir sumarfrí hvort við værum að fara að vera með vinnu aftur í september. Mér er geysilega létt að vita af því bæði fyrir okkur starfsfólkið en líka sjálfstæðu leiklistarsenuna í heild.“ Hún segir næsta leikár vera pakkað og skipulagt í þaula. Gleðitíðindi séu fólgin í því að sjálfstætt starfandi listafólk fái áfram sinn vettvang í Tjarnarbíó. „Það er ótrúlega mikilvægt því við getum ekki framkvæmt listina okkar nema vera með svið. Það er gleðilegt að þurfa ekki að velta rekstrinum fyrir okkur ár eftir ár líkt og ríki og borg leggja nú upp með.“
Leikhús Menning Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira