Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 06:46 Fjöldi hunda sem veikist af hótelhóstanum svokallaða er ekki á uppleið hér á landi. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum. Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þóra Jóhanna Jónsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í svari við fyrirspurn Vísis að stofnuninni hafi ekki borist neinar ábendingar um að smitandi hundahósti sé meira áberandi venjulega eða að grunur sé um faraldur. Tilefnið eru varnaðarorð Jóhanns Helga Hlöðverssonar, hundaeiganda á höfuðborgarsvæðinu sem missti hund úr pestinni nýverið og á tvo til viðbótar sem hafa veikst illa. Einkennin oftast mild og skammvinn Þóra hafði samband við dýralækna í kjölfar fyrirspurnar Vísis og spurði hvort þeir hefðu séð fleiri tilvik en vanalega af smitandi hósta. Að sögn Þóru hafa fjórir sagt að fleiri tilfelli hafi komið upp í byrjun árs. „En það séu aðeins að koma tilfelli núna í byrjun sumars (mögulega einmitt eftir stórar hundasýningar) en einkenni eru oftast mild og skammvinn,“ skrifar Þóra. „Ég sé ekki ástæðu til að vara hundaeigendur við eitthvað sérstaklega eins og staðan er núna, nema okkur berist einhverjar tilkynningar.“ Hundar almennt bólusettir Þóra segir vert að taka fram að smitandi hundahósti eða hótelhósti eins og sumir kalla það, sé hugtak yfir einkenni en smitefnið getur að sögn Þóru verið margvíslegt, bæði veirur eða bakteríur. „Hér á Íslandi eru hundar almennt bólusettir fyrir þeim smitefnum sem oftast valda smitandi hósta. Það er þó ekki hægt að bólusetja fyrir þeim öllum og í byrjun janúar 2022 gekk skæður hóstafaraldur sem var rannsakaður nánar og reyndist vera veira sem ekki hafði áður greinst hér á landi og skýrði trúlega hversvegna hóstinn dreifðist svona hratt og mikið.“ Þóra segir að fyrir þeirri veiru sé ekki til bóluefni. Hún sé sjálfsagt komin til að vera hér á landi og muni þannig skjóta öðru hverju upp kollinum eins og önnur smitefni helst þar sem hundar koma margir saman, svo sem á hundasýningum.
Gæludýr Dýraheilbrigði Dýr Hundar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira