Heyrnarlausir pennasölumenn reyndust í raun heyrnarlausir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 23:55 Þrír Úkraínumenn seldu penna fyrir félagið. Pennasölumenn á Selfossi eru heyrnarlausir Úkraínumenn sem höfðu fengið heimild til að selja í nafni Félags heyrnarlausra. Lögreglunni bárust margar tilkynningar frá borgurum. „Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum. Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum.
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira