Þetta vita flestir en það vita kannski færri af því að í HM-hóp bandaríska landsliðsins í dag eru fjórir tvíburar.
Í raun er bara annar tvíburinn í landsliðinu en það breytir ekki því að fjórar landsliðskonur Bandaríkjanna í dag eiga tvíbura heima eða kannski í stúkunni.
Leikmennirnir eru Megan Rapinoe, Emily Sonnett, Alyssa Naeher og Aubrey Kingsbury.
Rapinoe er 38 ára gamall framherji sem spilar með OL Reign í bandarísku deildinni. Tvíburasystir hennar er Rachael Rapinoe sem varð að hætta snemma í fótbolta vegna meiðsla en skoraði 2 mörk í 5 leikjum með Stjörnunni í Garðabæ sumarið 2010.
Emily Sonnett er 29 ára varnarmaður sem spilar með OL Reign í bandarísku deildinni. Tvíburasystir hennar er Emma sem spilaði fótbolta í háskóla en fór ekki út í atvinnumennsku.
Alyssa Naeher er 35 ára markvörður sem spilar með Chicago Red Stars í bandarísku deildinni. Tvíburasystir hennar er Amanda sem spilaði fótbolta í háskóla en fór ekki út í atvinnumennsku.
Aubrey Kingsbury er 31 árs markvörður sem spilar með Washington Spirit í bandarísku deildinni. Tvíburasystir hennar er Amber Bledsoe sem var einnig markvörður í háskóla en fór ekki út í atvinnumennsku.