Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 06:34 Óli Björn er síður en svo sáttur við matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann sakar Svandísi um atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu og segir hana hafa veikt og grafið undan möguleikum hennar til að „leysa erfið verkefni á komandi mánuðum“. Óli Björn fer í grein sinni aftur til þess þegar ríkisstjórnin var mynduð og vitnar í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, frá 1997 þar sem hann ræddi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Davíð hefði sagt að eðlilega væri „togstreita á milli flokkanna um einstök mál“ en „slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geta unað við en forðast er að setja samstarfsflokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði“. Óli Björn segir framgöngu Svandísar í hvalveiðimálinu hins vegar bera þess merki að lítill skilningur sé á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. „Engu virðist skipta að ráðherrann gangi berlega gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. Hann segir stjórnsýslu ráðherra ósanngjarna og ólöglega. „Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum,“ segir Óli Björn. Hann segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafa efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem sé „lengst til vinstri“. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu. Eitt er víst. Við sem berjumst fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og stjórnsýslu þar sem meðalhófs og sanngirni er gætt eigum litla samleið með ráðherra sem gengur fram með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert. Það eru gömul sannindi og ný að vantraust grefur undan samstarfi.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann sakar Svandísi um atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu og segir hana hafa veikt og grafið undan möguleikum hennar til að „leysa erfið verkefni á komandi mánuðum“. Óli Björn fer í grein sinni aftur til þess þegar ríkisstjórnin var mynduð og vitnar í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, frá 1997 þar sem hann ræddi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Davíð hefði sagt að eðlilega væri „togstreita á milli flokkanna um einstök mál“ en „slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geta unað við en forðast er að setja samstarfsflokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði“. Óli Björn segir framgöngu Svandísar í hvalveiðimálinu hins vegar bera þess merki að lítill skilningur sé á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. „Engu virðist skipta að ráðherrann gangi berlega gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. Hann segir stjórnsýslu ráðherra ósanngjarna og ólöglega. „Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum,“ segir Óli Björn. Hann segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafa efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem sé „lengst til vinstri“. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu. Eitt er víst. Við sem berjumst fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og stjórnsýslu þar sem meðalhófs og sanngirni er gætt eigum litla samleið með ráðherra sem gengur fram með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert. Það eru gömul sannindi og ný að vantraust grefur undan samstarfi.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði