Góðar laxagöngur í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2023 08:24 Fossinn Skuggi í Langá Það er greinilegt að stórstreymið er að skila góðum göngum í árnar á Vesturlandi og það sést bæði á veiðitölum og auðvitað á ánni sjálfri. Það eru ekki margar árnar með jafn góðar aðstæður til að sýna veiðimönnum þegar það kemur stór ganga inn í þær eins og Langá á Mýrum. Stutt frá ósnum er fossinn Skuggi og vestan megin í honum er laxastigi sem flestir myndu ætla að laxinn nýtti sér á leið sinni upp ána. Það er ekki alltaf þannig. Þegar Langá er í góðu gönguvatni er talið að allt að helmingur göngunnar ef ekki meira fari upp fossinn sjálfan. Teljarinn í ánni gefur því ekki svo glögga mynd af því hversu stór gangan er í raun þó vissulega gefi hann einhverja mynd af því. Holl sem var við veiðar í Langá um helgina varð vitni að því þegar stór ganga kom í ána og það var magnað sjónarspil eins og sjá má á myndbandi sem var tekið við Skugga á þeim tíma. Myndbandið getur þú skoðað HÉR. Þarna sést vel hvað það er mikið af laxi sem gerir atlögu við fossinn og þó að það taki nokkrar tilraunir er fossinn ekkert alvarleg hindrun ef það er gott gönguvatn í ánni. Þetta rýmar ágætlega við það sem virðist vera að gerast á vesturlandi en laxagöngur hafa verið með besta móti og það sést til dæmis á teljurunum í Elliðaánum og Korpu þar sem metfjöldi hefur verið að ganga í þær báðar. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðitölur að hækka með hækkandi vatni í Stóru Laxá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði
Það eru ekki margar árnar með jafn góðar aðstæður til að sýna veiðimönnum þegar það kemur stór ganga inn í þær eins og Langá á Mýrum. Stutt frá ósnum er fossinn Skuggi og vestan megin í honum er laxastigi sem flestir myndu ætla að laxinn nýtti sér á leið sinni upp ána. Það er ekki alltaf þannig. Þegar Langá er í góðu gönguvatni er talið að allt að helmingur göngunnar ef ekki meira fari upp fossinn sjálfan. Teljarinn í ánni gefur því ekki svo glögga mynd af því hversu stór gangan er í raun þó vissulega gefi hann einhverja mynd af því. Holl sem var við veiðar í Langá um helgina varð vitni að því þegar stór ganga kom í ána og það var magnað sjónarspil eins og sjá má á myndbandi sem var tekið við Skugga á þeim tíma. Myndbandið getur þú skoðað HÉR. Þarna sést vel hvað það er mikið af laxi sem gerir atlögu við fossinn og þó að það taki nokkrar tilraunir er fossinn ekkert alvarleg hindrun ef það er gott gönguvatn í ánni. Þetta rýmar ágætlega við það sem virðist vera að gerast á vesturlandi en laxagöngur hafa verið með besta móti og það sést til dæmis á teljurunum í Elliðaánum og Korpu þar sem metfjöldi hefur verið að ganga í þær báðar.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Veiðitölur að hækka með hækkandi vatni í Stóru Laxá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði