Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:56 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. „Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira