Landrisið bendi til kraftmikils goss Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:37 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira