Stelpurnar okkar gætu lent í riðli með Grænlandi á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 11:00 Sandra Erlingsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu bíða örugglega spenntar eftir niðurstöðunnni í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta kemst að því í dag hvaða liðum stelpurnar okkar munu mæta á heimsmeistaramótinu í desember. Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira