„Þar hefðum við getað verið heppnari“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 15:19 Arnar Pétursson er á leið með íslenska landsliðið á stórmót í lok árs, á HM. Leikir Íslands verða spilaðir í Noregi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag. Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira