Varar við mótmælum sem gætu valdið alvarlegum meiðslum eða dauða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2023 07:01 Framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1 hefur engan áhuga á því að sjá mótmælendur hlaupa út á brautina. Eðlilega svo sem. Vísir/Getty Stuart Pringle, framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1, varar þá sem gætu ætlað sér að nýta kappaksturinn til mótmæla við því að hlaupa inn á brautina þar sem það gæti valdið alvarlegum slysum eða dauða. Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“ Akstursíþróttir Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“
Akstursíþróttir Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira