Besta upphitunin: Alls ekki bara af því að ég var kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 14:18 Margrét Magnúsdóttir mætti í Bestu upphitunina til Helenu Ólafsdóttur. S2 Sport Margrét Magnúsdóttir, þjálfari nítján ára landsliðs kvenna í fótbolta, mætti til Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphitunina og spáði í 12. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta sem fer fram um helgina. Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Margrét er að fara með landsliðið sitt í í lokakeppni EM í Belgíu en mótið fer fram í Belgíu dagana 18. til 30. júlí næstkomandi. Ísland er í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi. „Hún er með undir nítján ára landslið kvenna sem er á leiðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í þeim aldursflokki. Spennandi tímar,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að hafa kynnt Margréti inn í þáttinn. Spennan að aukast „Heldur betur. Það er farið að styttast svona hressilega í þetta. Maður finnur það alveg að það er að aukast spennan,“ sagði Margrét Magnúsdóttir. „Það er svolítið síðan þið kláruðu riðilinn ykkar en þar lögðu þið að velli ágætis þjóðir eins og Danmörku og Svíþjóð til dæmis. Er ekki búið að vera svolítið erfitt að bíða,“ spurði Helena. „Þetta er búið að vera mjög langur tími. Við kláruðum þetta í apríl og það verður því ótrúlega spennandi að hitta þær aftur. Við byrjum æfingar á mánudaginn, æfum saman út vikuna og förum síðan út á laugardaginn á eftir,“ sagði Margrét. Mótherjarnir eru ekki af lakari gerðinni og stelpurnar byrja á ríkjandi Evrópumeisturum Spánverja í fyrsta leik. Margrét segist vera búin að nýta tímann vel til að undirbúa sig og liðið sem best fyrir mótið. Var komin pressa Margrét ræddi markmiðssetningu hópsins og liðsheildina sem hefur verið mjög góð hingað til. Helena forvitnaðist líka um starf og tíma Margrétar hjá KSÍ. „Þú ert ráðin í janúar 2022 inn hjá KSÍ og sagðir þá í góðu viðtali að einhver hafi sagt að þú hefðir verið ráðin af því að þú varst kona. Heldur þú það,“ spurði Helena. „Ég held alls ekki bara af því að ég var kona. Ég held samt að það hafi verið komin svolítið pressa á að það yrði ráðin kona. Það var þó alls ekki bara af því að ég var kona,“ sagði Margrét sem hefur staðið sig frábærlega sem þjálfari liðsins. „Ég held að það sé beggja blands. Það var komin pressa en þetta var ekki eitthvað sem ég heyrði beint til mín. Ég heyrði það utan við mig að þetta væri orðið á götunni. Það var mjög hvetjandi fyrir mig að sanna það að ég væri fullhæf til þess að sinna þessu starfi óháð því af hvaða kyni ég er,“ sagði Margrét. Spáði um úrslit leikjanna Helena og Margrét fóru yfir umferð helgarinnar í Bestu deildinni en Margrét fylgist mjög vel með deildinni. Margréti spáði fyrir alla leiki umferðarinnar. Bestu upphitunina má sjá hér neðst í greininni. Tólfta umferðin hefst á morgun með tveimur leikjum og lýkur síðan með þremur leikjum á sunnudaginn. Allir leikirnir verða að vanda í beinni útsendingu. Leikur Stjörnunnar og Þróttar á morgun verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 16.50 og leikur Selfoss og Vals verður sýndur á morgunn sunnudag á Stöð 2 Sport frá klukkan 13.50. Hinir þrír leikirnir eru sýndir á Bestu stöðunum, Breiðablik-Keflavík frá klukkan 13.50 á morgun og svo frá klukkan 13.50 á sunnudaginn þegar leikur FH-Tindastól og Þór/KA-ÍBV fara fram. Klippa: Besta upphitunin: Tólfta umferðin með Margréti
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira