Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. júlí 2023 10:00 Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er nýtflutt í vesturbæinn með eiginmanni sínum og segir rokið eiga lögheimili þar. Það sé hins vegar yndislegt að vakna og horfa á himininn um þakgluggana. Berglind er B-týpan, kúrir aðeins á morgnana og á það til að fara of seint að sofa á kvöldin. Vísir/Vilhelm Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt með eiginmanninum um klukkan hálf sjö en kúri til rúmlega sjö.Ég er B týpa í grunninn og væri alveg til í að sofa lengur alla morgna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við hjónin erum nýflutt í vesturbæinn, þar sem rokið á lögheimili og beint fyrir ofan rúmið okkar eru þakgluggar, það er dásamlegt að vakna og horfa beint upp í himininn. Síðustu vikur hef ég tekið 10-15 mínútna hugleiðslu með hjálp Balance appsins sem góð samstarfskona kynnti fyrir mér. þá tekur við góð sturta og nokkrar góðar teygjur og sveigjur til að vekja líkamann. Að þessu loknu er það vatnsglas með eplaediki og loks fyrsti og nú síðustu mánuði, yfirleitt eini kaffibolli dagsins, hann er að ítölskum hætti, rótsterkur,soðinn í Bialetti mokkakönnu , svartur og sykurlaus.“ Hversu góð ertu í grillinu á sumrin? Ég er skrambi góð að grilla enda elska ég að elda og borða góðan mat með góðu fólki. Á grillinu er ég líklega þekktust meðal fjölskyldu og vina fyrir grilluðu humarpítsuna sem varð fyrst til á litlu útilegugrilli á tjaldstæðinu á Stykkishólmi fyrir mörgum árum. Síðan þá hefur hún verið grilluð mjög víða fyrir mjög marga, alltaf gerð frá grunni og skreytt með lifandi ætum blómum. Meðal annars í Þórsmörk, Víðum í Reykjafirði, í fjöruborði á ströndum, Hallormstað og á pallinum í bústaðnum okkar. Hún er allra best þar sem aðstæður eru frumstæðar og náttúran fallegust.“ Síðustu árin hefur Berglind gert To Do lista fyrir hverja viku en persónulega finnst henni sólahringurinn eiginlega of stuttur. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar stendur uppúr humarpítsa sem varð óvart til þegar grillað var á litlu útigrilli í útilegu í Stykkishólmi hér um árið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er það þróun á skýrslutóli sem er aðaláherslan í mínum störfum. Starf fjármálastjóra Hörpu er annasamt, fjölbreytt og skemmtilegt starf enda Harpa ákaflega lifandi menningar og ráðstefnuhús. Hér er opið er 364 daga á ári og yfir milljón gestir heimsækja Hörpu árlega. Umfang rekstursins í Hörpu er mikið, árlega eru þar 1300 fjölbreyttir viðburðir, allt frá dagskrá fyrir þau allra yngstu til þeirra allra elstu og allt þar á milli. Ég er svo heppin að starfa með mjög góðu og hæfileikaríku fólki á öllum póstum og engin dagur er eins, fjölbreytt, lifandi og skemmtileg verkefni alla daga.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er markmiðadrifin og vinn best þegar sýnin er skýr. Allir fundir og stærri verkefnaskil fara í dagbókina mína, síðustu ár hef ég unnið með To-Do lista fyrir hverja viku. Mér hættir til að ætla mér of mikið og skil ekkert af hverju þessar 24 klukkustundir sem við fáum úthlutaðar á sólarhring reynast stundum allt of fáar klukkustundir til að komast yfir allt sem mig langar að komast yfir.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þessi er erfið, eins og ég sagði er ég B kona í grunninn og um það leiti sem ég ætti að fara í rúmið þá á ég það til að fara að bardúsa í eldhúsinu, búa til pestó, múslí eða sultu og fara því allt of seint að sofa. Oftast er ég þó komin í rúmið um miðnætti.“ Kaffispjallið Harpa Tengdar fréttir Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt með eiginmanninum um klukkan hálf sjö en kúri til rúmlega sjö.Ég er B týpa í grunninn og væri alveg til í að sofa lengur alla morgna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við hjónin erum nýflutt í vesturbæinn, þar sem rokið á lögheimili og beint fyrir ofan rúmið okkar eru þakgluggar, það er dásamlegt að vakna og horfa beint upp í himininn. Síðustu vikur hef ég tekið 10-15 mínútna hugleiðslu með hjálp Balance appsins sem góð samstarfskona kynnti fyrir mér. þá tekur við góð sturta og nokkrar góðar teygjur og sveigjur til að vekja líkamann. Að þessu loknu er það vatnsglas með eplaediki og loks fyrsti og nú síðustu mánuði, yfirleitt eini kaffibolli dagsins, hann er að ítölskum hætti, rótsterkur,soðinn í Bialetti mokkakönnu , svartur og sykurlaus.“ Hversu góð ertu í grillinu á sumrin? Ég er skrambi góð að grilla enda elska ég að elda og borða góðan mat með góðu fólki. Á grillinu er ég líklega þekktust meðal fjölskyldu og vina fyrir grilluðu humarpítsuna sem varð fyrst til á litlu útilegugrilli á tjaldstæðinu á Stykkishólmi fyrir mörgum árum. Síðan þá hefur hún verið grilluð mjög víða fyrir mjög marga, alltaf gerð frá grunni og skreytt með lifandi ætum blómum. Meðal annars í Þórsmörk, Víðum í Reykjafirði, í fjöruborði á ströndum, Hallormstað og á pallinum í bústaðnum okkar. Hún er allra best þar sem aðstæður eru frumstæðar og náttúran fallegust.“ Síðustu árin hefur Berglind gert To Do lista fyrir hverja viku en persónulega finnst henni sólahringurinn eiginlega of stuttur. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar stendur uppúr humarpítsa sem varð óvart til þegar grillað var á litlu útigrilli í útilegu í Stykkishólmi hér um árið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er það þróun á skýrslutóli sem er aðaláherslan í mínum störfum. Starf fjármálastjóra Hörpu er annasamt, fjölbreytt og skemmtilegt starf enda Harpa ákaflega lifandi menningar og ráðstefnuhús. Hér er opið er 364 daga á ári og yfir milljón gestir heimsækja Hörpu árlega. Umfang rekstursins í Hörpu er mikið, árlega eru þar 1300 fjölbreyttir viðburðir, allt frá dagskrá fyrir þau allra yngstu til þeirra allra elstu og allt þar á milli. Ég er svo heppin að starfa með mjög góðu og hæfileikaríku fólki á öllum póstum og engin dagur er eins, fjölbreytt, lifandi og skemmtileg verkefni alla daga.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er markmiðadrifin og vinn best þegar sýnin er skýr. Allir fundir og stærri verkefnaskil fara í dagbókina mína, síðustu ár hef ég unnið með To-Do lista fyrir hverja viku. Mér hættir til að ætla mér of mikið og skil ekkert af hverju þessar 24 klukkustundir sem við fáum úthlutaðar á sólarhring reynast stundum allt of fáar klukkustundir til að komast yfir allt sem mig langar að komast yfir.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þessi er erfið, eins og ég sagði er ég B kona í grunninn og um það leiti sem ég ætti að fara í rúmið þá á ég það til að fara að bardúsa í eldhúsinu, búa til pestó, múslí eða sultu og fara því allt of seint að sofa. Oftast er ég þó komin í rúmið um miðnætti.“
Kaffispjallið Harpa Tengdar fréttir Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55 Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00 „Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01 „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00 Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt. 1. júlí 2023 09:55
Gerir sér vonir um að einn morguninn snúsi hún ekki Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðsstjóri Póstsins og einn eigenda visteyri.is, er ein þeirra sem heldur í vonina um að einn morguninn fari hún fram úr um leið og klukkan hringi. Og að í framhaldinu eigi hún jafnvel rólegan morgunn þar sem hún jafnvel næði að hugleiða áður en hún hendir sér í ræktina. 24. júní 2023 10:00
„Mætti halda að ég væri að fara til útlanda á hverjum morgni“ Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant, stjórnarformaður Exedra og stjórnarformaður Von harðfiskverkunar, segist vakna svo snemma að það mætti halda að hún væri að fara til útlanda á hverjum morgni. 17. júní 2023 10:01
„Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. 10. júní 2023 10:00
Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01