„Þurfum frammistöðu frá fyrsta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 12:00 Mauricio Pochettino er bjartsýnn á að Chelsea komist á sigurbraut á nýjan leik. Vísir/Getty Mauricio Pochettino er kominn til starfa hjá Chelsea. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri liðsins fór hann yfir væntingarnar fyrir komandi tímabil. Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“ Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Sjá meira
Mauricio Pochettino skrifaði undir tveggja ára samning við Chelsea fyrr í sumar og tók við knattspyrnustjórastarfinu 1. júlí. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri sagði hann að það væri engin þolinmæði í knattspyrnuheiminum og því þyrfti að byrja af krafti frá fyrsta degi. „Þetta snýst um að skila góðri frammistöðu frá fyrsta degi. Við getum ekki sagt við fólk að við þurfum sex mánuði til að búa eitthvað til,“ sagði Pochettino en Chelsea átti afleitt tímabil síðasta vetur og hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir að hann hafi átt góð samskipti við eigendur félagsins en félagið hefur staðið í stórræðum á félagaskiptamarkaðnum síðustu mánuði og margir leikmenn bæði komið og farið. „Ég átti gott samtal við þá. Þetta er klárt fólk og mér líður vel. Ég er ekki knattspyrnustjóri sem þarf að biðja um völd,“ bætti Pochettino við. „Það mikilvægasta er að ég þarf að sýna þeim að þeir geti treyst mér og leikmönnunum og að stuðningsmennirnir geti treyst mínum ákvörðunum og hvernig ég vinn.“ Hefur trú á því að Chelsea geti keppt við Manchester City Pochettino var orðaður við endurkomu til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Chelsea. Hann segir að leikmenn hans þurfi að trúa því að þeir geti keppt við lið eins og Manchester City, sem vann þrennuna á síðasta tímabili. „Mig langar að óska Pep Guardiola til hamingju með það sem hann hefur afrekað hjá Manchester City. Það er ótrúlegt að sjá félag ná svona miklum stöðugleika með verkfærum frá knattspyrnustjóranum.“ Á síðustu 10-15 árum hefur Chelsea náð svipuðum hæðum. Nú þurfum við að trúa því að við getum einnig gert frábæra hluti og að við getum keppt við Manchester City.“ Hann segir markmiðið hjá Chelsea vera að vinna titla. „Markmið mitt er að vinna. Að spila vel er okkar stíll og heimspeki. Ef þú vinnur ekki hjá félagi eins og Chelsea þá lendir þú í vandræðum. Þetta snýst um að vinna og vera samkeppnishæfur. Við þurfum að koma þeirri orku inn hjá stuðningsmönnum okkar. Ef við náum að búa til þessa samheldni þá gætum við verið nálægt því að vinna eitthvað á ný.“
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Sjá meira