Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 12:14 Ennþá er ekkert eldgos hafið en nokkuð kröftugir skjálftar mældust í morgun á Reykjanesinu. Vísir/Vilhelm Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira