Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:33 Jarðeðlisfræðingar bíða enn eftir að kvikan brjóti sér leið í gegnum efsta lag jarðskorpunnar. Vísir/RAX Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesi en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58
Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14