Stærsti skjálftinn til þessa Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. júlí 2023 22:24 Áfram skelfur jörð á Reykjanesi. Skjálftinn sem varð klukkan 22:23 í kvöld er líklega sá stærsti í skjálftahrinunni, sá fyrsti sem er yfir fimm að stærð. Vísir/vilhelm Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33