ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 11:31 Roland Eradze á í viðræðum við ÍBV um að gerast aðstoðarþjálfari en Carlos Martin var áhugasamur um starfið. Vísir/Bára Dröfn/Diego Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV. Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV.
Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira