Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka á Austurlandi síðdegis í gær. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við aðgerðastjóra Landhelgisgæslunnar sem segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar, hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið.

Þá verður rætt við jarðeðlisfræðing sem segir afar óvenjulegt að jafn stórir skjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Engin teikn séu þó á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi.

Fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd Alþingis telur ólíklegt að formaður nefndarinnar kalli hana saman úr sumarfríi þrátt fyrir að þrír nefndarmenn hafi kallað eftir því. Ræða þurfi bæði Lindarhvolsmálið og söluna á Íslandsbanka en ekkert hafi heyrst í fulltrúum meirihlutans.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×