Skjálfti gærkvöldsins „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2023 11:48 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Sigurjón Jarðeðlisfræðingur segir afar óvenjulegt að jafn stórir jarðskjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Þrátt fyrir það séu ekki teikn á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi. Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51
Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24