Þjálfarateymi Svía missti af fluginu á heimsmeistaramótið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 16:00 Peter Gerhardsson er landsliðsþjálfari sænska kvennalandsliðsins. Vísir/Getty Sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Ástralíu og Nýja Sjálandi þann 20. júlí. Þjálfarateymi Svía lenti þó í vandræðum á ferð sinni til Nýja Sjálands. Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Svíþjóð er í G-riðli með Suður-Afríku, Ítalíu og Argentínu á heimsmeistaramótinu en riðilinn verður leikinn á Nýja Sjálandi í borgunum Auckland, Wellington, Hamilton og Dunedin. Hluti leikmannahóps Svía er kominn til Wellington þar sem liðið leikur tvo fyrstu leiki sína en liðið ferðast þangað í minni hópum. Leikmenn eins og Magdalena Eriksson, Kosovare Asllani og Fridolina Rolfö eru nú þegar mættar á svæðið en þær gætu þurft að bíða lengur eftir þjálfurum sínum en áætlað var. Þjálfarar liðsins, þeir Peter Gerhardsson og Magnus Wikman, misstu nefnilega af flugi sínu til Ástralíu. Flugi þeirra frá Stokkhólmi til London seinkaði og þeir misstu því af flugvélinni sem þeir áttu að ferðast með til Sydney. View this post on Instagram A post shared by Magnus Wikman (@magnus.wikman) „Nú er HM lengra í burtu en nokkurn tíman,“ skrifar Wikman í innleggi á Instagram. „Við þurftum að bóka nýtt flug á Heathrow með einhvern uppdópaðan, syngjandi gaur við hliðina á okkur, það tafði okkur um þrjá tíma í viðbót,“ bætir pirraður Wikman við. Ógöngur þeirra félaga héldu síðan áfram því flug þeirra til Dubai seinkaði einnig og þá er farangur þeirra týndur. Wikman sagði einnig að allur undirbúningur vegna tímamismunar í Ástralíu og Nýja Sjálandi væri nú til einskis. „Ég var þar að auki búinn að ná í smáforrit í símann vegna tímamismunarins, sem byrjaði að virka fyrir þremur dögum síðan og segir þér hvenær þú átt að sofa, borða og drekka kaffi út frá þinni rútínu, svo aðlögunin gangi sem best. Það er farið í vaskinn núna,“ skrifar pirraður Wikman.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira