„Algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2023 14:31 Gjorgji Nachevski er meðal dómara sem er grunaður um að hafa haft áhrif á úrslit leikja. Hann er sonur Dragans Nachevskis, fyrrverandi formanns dómaranefndar EHF. getty/Dean Mouhtaropoulos Formaður danska handknattleikssambandsins segir að umhverfi bestu dómara í handboltaheiminum verði að vera öruggt. Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Fyrri hluti heimildamyndar TV 2 í Danmörku, Grunsamlegur leikur, var frumsýndur í síðustu viku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var í vinnslu í fjögur ár. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Í myndinni sést Nachevski einnig ræða við þann sem hann hélt að væri kínverski kaupsýslumaðurinn herra Zhang en var í raun tálbeita TV 2. Herra Zhang spurði Nachevski meðal annars um möguleikann á að hagræða úrslitum í handbolta. Nachevski sagðist ekki taka þátt í slíku en gerði ekki nóg til að fjarlægja sig frá málinu og var því settur af sem formaður dómaranefndar EHF. Formaður danska handknattleikssambandsins, Morten Stig Christiansen, segir að fólk verði að geta treyst því að dómarar séu ekki með óhreint mjöl í pokahorninu og reyni að hafa áhrif á úrslit leikja. „Það er algjörlega fáránlegt að skýrsla sem segir frá þessu, hafi komið út 2018 og alþjóðlega handboltasamfélagið, þe. félög og sambönd, skilji nú fyrst mikilvægi þess að sé verið að berjast gegn þessu af krafti. Þetta er algjört eitur fyrir trúverðugleikann í íþróttaheiminum,“ sagði Christiansen við TV 2 og vísaði til skýrslu fyrirtækisins SportRadar um að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Christiansen segir að það verði að gera uppljóstrurum kleift að koma fram með upplýsingar sem nýtist í baráttunni við hagræðingu úrslita í handbolta. „Við höfum nú þegar rætt við deildina og félögin í Danmörku. Vonandi opnar það leið fyrir uppljóstrara að miðla upplýsingum sem þeir hafa komist yfir með öruggum hætti og þeir geta treyst því að tekið verði á málunum,“ sagði Christiansen. „Það verður að vera öruggt að vera alþjóðlegur dómari á hæsta getustigi eins og að vera leikmaður og þjálfari. Ef þú ert undir pressu frá glæpamönnum er mikilvægt að þú þegir ekki þunnu hljóði. Þú verður að koma upplýsingum áleiðis.“ Seinni hluti Grunsamlegs leiks verður frumsýndur á miðvikudaginn.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01