Barcelona grípur til örþrifaráða til að fjármagna endurnýjun Camp Nou Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2023 09:00 Byrjað er að rífa niður Camp Nou leikvanginn í Barcelona. Vísir/Getty Niðurrif á Nou Camp, heimavelli Barcelona, er hafið en endurnýja á leikvanginn nánast frá grunni. Félagið hefur ákveðið að fara heldur óvenjulega leið til að fjármagna byggingu nýs leikvangs. Barcelona mun ekki leika heimaleiki sína á hinum sögufræga Camp Nou velli á næsta tímabili. Niðurrif á vellinum er hafið en byggja á hann upp á ný nánast frá grunni. Kostnaður við enduruppbygginguna er gríðarlegur en áætlað er að Barcelona muni borga alls 186 milljarða króna fyrir nýja leikvanginn. Eftir breytingarnar mun völlurinn taka 105.000 áhorfendur í sæti. Fjármál Barcelona hafa verið í brennidepli síðustu árin og hefur félagið meðal annars verið í vandræðum með að skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn vegna fjárhagsvandræða og þá samþykktu forráðamenn La Liga ekki þann samning sem Barcelona bauð Lionel Messi á sínum tíma sem varð til þess að hann endaði hjá PSG í Frakklandi. Félagið hefur því gripið til örþrifaráða til að fjármagna nýjan heimavöll. Félagið er með áætlanir um að hanna skartgripalínu með demöntum sem verða gerðir úr grasi frá Camp Nou. Steinarnir verða unnir með sérstakri aðferð og mun félagið meðal annars útbúa 57 eins karats demanta sem verða seldir á rúmar 2,2 milljónir króna hver. Þá verða einnig til sölu armbönd, hálsmen og hringir. Félagið reiknar með að þéna meira en fjóra milljarða árlega á skartgripasölunni. Barcelona mun spila á Ólympíuleikvanginum í borginni á næsta tímabili og spila síðan tímabilið 2024-25 á Camp Nou en þó með takmörkuðum sætafjölda. Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Barcelona mun ekki leika heimaleiki sína á hinum sögufræga Camp Nou velli á næsta tímabili. Niðurrif á vellinum er hafið en byggja á hann upp á ný nánast frá grunni. Kostnaður við enduruppbygginguna er gríðarlegur en áætlað er að Barcelona muni borga alls 186 milljarða króna fyrir nýja leikvanginn. Eftir breytingarnar mun völlurinn taka 105.000 áhorfendur í sæti. Fjármál Barcelona hafa verið í brennidepli síðustu árin og hefur félagið meðal annars verið í vandræðum með að skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn vegna fjárhagsvandræða og þá samþykktu forráðamenn La Liga ekki þann samning sem Barcelona bauð Lionel Messi á sínum tíma sem varð til þess að hann endaði hjá PSG í Frakklandi. Félagið hefur því gripið til örþrifaráða til að fjármagna nýjan heimavöll. Félagið er með áætlanir um að hanna skartgripalínu með demöntum sem verða gerðir úr grasi frá Camp Nou. Steinarnir verða unnir með sérstakri aðferð og mun félagið meðal annars útbúa 57 eins karats demanta sem verða seldir á rúmar 2,2 milljónir króna hver. Þá verða einnig til sölu armbönd, hálsmen og hringir. Félagið reiknar með að þéna meira en fjóra milljarða árlega á skartgripasölunni. Barcelona mun spila á Ólympíuleikvanginum í borginni á næsta tímabili og spila síðan tímabilið 2024-25 á Camp Nou en þó með takmörkuðum sætafjölda.
Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira