Fótbolti

Þjálfari Sirius notaði á­huga­verða að­­ferð til að koma skila­­boðum til Óla Vals

Smári Jökull Jónsson skrifar
Óli Valur gekk til liðs við Sirius í fyrra og skrifaði undir samning til ársins 2027.
Óli Valur gekk til liðs við Sirius í fyrra og skrifaði undir samning til ársins 2027. Twittersíða IK Sirius

Óli Valur Ómarsson leikur með Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þjálfari liðsins nýtti sér nokkuð frumlega aðferð til að koma skilaboðum inn á völlinn til Óla Vals í síðasta leik. 

Óli Valur gekk til liðs við Sirius frá Stjörnunni í júlí í fyrra. Hann er aðeins tvítugur að aldri og heillaði með frammistöðu sinni í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

Óli Valur hefur verið frá vegna meiðsla á tímabilinu til þessa og lék sinn fyrsta leik fyrir Sirius á sunnudag þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Hammarby. Hann kom af bekknum á 70. mínútu og skömmu síðar þurftu þjálfarar Sirius að koma skilaboðum áleiðis til Óla Vals þegar Hammarby fékk hornspyrnu.

Á myndbandi sem deilt var af Discovery+ á Twitter sjást þjálfarar Sirius ræða saman og mundar annar þeirra skilti sem notað er til að sýna númer leikmanna þegar gerðar eru skiptingar. Annar þjálfarinn breytir síðan númerinu á skiltinu og byrjar að kalla inn á völlinn til Óla Vals.

Á skiltinu voru númerin 12, sem Óli Valur er með á bakinu, og svo númerið 33 sem var númerið á þeim leikmanni sem þjálfararnir vildu að Óli Valur myndi dekka í horninu Ansi frumleg aðferð til að koma skilaboðum áleiðis en þjálfararnir höfðu tekið eftir að misskilningur varð í dekkingu varnarmanna Sirius.

Sirius situr í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar deildin er tæplega hálfnuð. Aron Bjarnason hefur leikið með liðinu síðan árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×