„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2023 11:00 Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, kveðst hafa viljað mæta Gylfa Þór að Hlíðarenda í kvöld. Samsett/Vísir Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins. Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira