Landsmenn ósammála um ákvörðun Svandísar Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 11:33 Ákvörðun Svandís Svavarsdóttir féll misvel í kramið á landsmönnum. Vísir/Ívar Fannar Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð. Þann 21. júní síðastliðinn átti hvalveiðitímabil að hefjast en daginn fyrir það greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frá ákvörðun sinni um bannið. Ákvörðunin var umdeild og vakti mikla reiði hjá þeim sem tengjast hvalveiðunum. Þau sem hafa barist gegn hvalveiðum voru þó hæstánægð. Samkvæmt niðurstöðum í könnun sem Gallup framkvæmdi frá 23. júní til 2. júlí kemur fram að aðeins fleiri þeirra sem tóku þátt eru ánægð með niðurstöðuna. Einstaklingarnir sem tóku þátt í könnuninni voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Karlar eru óánægðari en konur með ákvörðun Svandísar en rétt rúmlega helmingur þeirra sögðust vera óánægðir. Á móti þá voru rétt rúmlega helmingur kvenna ánægð með ákvörðunina. Tuttugu og tvö prósent kvenna voru hvorki ánægðar né óánægðar. Sextán prósent karla voru hvorki ánægðir né óánægðir. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.Gallup Niðurstöðurnar breytast nokkuð eftir búsetu fólks. Fjörutíu og sex prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru ánægð með ákvörðun Svandísar, þrjátíu og þrjú prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni voru ánægð. Einnig breytast niðurstöðurnar eftir aldri fólks, þau sem eru yngri eru ánægðari með ákvörðunina. Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn í Alþingiskosningunum eru óánægðust með ákvörðun Svandísar. Framsóknarfólk kemur þar á eftir og svo þau sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þau sem myndu kjósta Vinstri græn, Sósíalistaflokk Íslands, Samfylkinguna og Pírata eru ánægðust með ákvörðunina. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þann 21. júní síðastliðinn átti hvalveiðitímabil að hefjast en daginn fyrir það greindi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frá ákvörðun sinni um bannið. Ákvörðunin var umdeild og vakti mikla reiði hjá þeim sem tengjast hvalveiðunum. Þau sem hafa barist gegn hvalveiðum voru þó hæstánægð. Samkvæmt niðurstöðum í könnun sem Gallup framkvæmdi frá 23. júní til 2. júlí kemur fram að aðeins fleiri þeirra sem tóku þátt eru ánægð með niðurstöðuna. Einstaklingarnir sem tóku þátt í könnuninni voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Karlar eru óánægðari en konur með ákvörðun Svandísar en rétt rúmlega helmingur þeirra sögðust vera óánægðir. Á móti þá voru rétt rúmlega helmingur kvenna ánægð með ákvörðunina. Tuttugu og tvö prósent kvenna voru hvorki ánægðar né óánægðar. Sextán prósent karla voru hvorki ánægðir né óánægðir. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.Gallup Niðurstöðurnar breytast nokkuð eftir búsetu fólks. Fjörutíu og sex prósent þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru ánægð með ákvörðun Svandísar, þrjátíu og þrjú prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni voru ánægð. Einnig breytast niðurstöðurnar eftir aldri fólks, þau sem eru yngri eru ánægðari með ákvörðunina. Þau sem myndu kjósa Miðflokkinn í Alþingiskosningunum eru óánægðust með ákvörðun Svandísar. Framsóknarfólk kemur þar á eftir og svo þau sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þau sem myndu kjósta Vinstri græn, Sósíalistaflokk Íslands, Samfylkinguna og Pírata eru ánægðust með ákvörðunina.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira