Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 22:10 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (f.m.) ásamt Einari Þorsteinssyni (t.v.) og Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.h) þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“ Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“
Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent