FIFA gefur miða á HM kvenna í fótbolta vegna slakrar miðasölu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 09:01 Megan Rapinoe var stjarna síðustu heimsmeistarakeppni og var þá bæði markahæst og valin best auk þess að vinna titilinn sjálfan. Getty/ Jose Breton/ Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta fer fram í tveimur löndum að þessu sinni eða Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er mikill munur á áhuga á mótinu eftir því hvort leikirnir fara fram í Ástralíu eða í Nýja-Sjálandi. Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira