„Ég var sjálfur heillaður af Fljótunum árið 2021,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segist hafa heillast af staðnum eftir kaffiboð sem hann fór í hjá heimamanni með félaga sínum Guðjóni Ragnari Jónassyni, kennara og rithöfundi.
Hann segir að þegar honum hafi verið boðið að koma í Fljótin til þess að skemmta á hátíðinni hefði hann ekki getað sagt nei. „Ég hefði komið þótt ég hefði verið í Brasilíu,“ segir Jakob.
Jakob segir mikla gestrisni ríkja á staðnum og vekur athygli á Kaupfélaginu í Ketilási. Hann segir alla Íslendinga þurfa að leggja sér leið þangað „Þó það sé ekki nema bara fyrir menningarlega gildið.“
„Ég er ótrúlega spenntur og ég á eiginlega ekki von á öðru en að ég muni gera þetta að árlegri hefð,“ segir Jakob. „Og ég er ekki einu sinni kominn í fljótin!“
Upplýsingar um hátíðina má nálgast á vefsíðu Skagafjarðar.