„Erum að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. júlí 2023 20:40 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var svekkt með úrslit kvöldsins Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi í vináttulandsleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með frammistöðuna í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira