„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. júlí 2023 21:28 Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga. vísir/arnar Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. „Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“ Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“
Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira