Lokað verður áfram að gosstöðvunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 10:00 Gossvæðið við Litla-Hrút verður áfram lokað í dag. Vísir/Vilhelm Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira