„Er ekki að fara að skora tíu mörk í leik“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júlí 2023 08:00 Alexander Petersson á æfingu með Rhein-Neckar Löwen. mynd/@alexanderpetersson32 Ein óvæntasta íþróttafrétt ársins kom í vikunni er Alexander Petersson tilkynnti að hann hefði rifið skóna niður úr hillunni, 43 ára gamall, og samið við Valsmenn. „Þetta byrjaði eftir að Snorri hætti með liðið. Þá hitti ég Óskar Bjarna óvart og hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að þjálfa Valsliðið með honum,“ sagði Alexander í viðtali við íþróttadeild. „Ég sagðist ekkert hafa spáð í því. Svo fór ég að tala við konuna mína um hvað ég ætti að fara að gera á Íslandi. Þá fór ég að hugsa um að kannski gæti ég spilað og þjálfað með Óskari. Svo heyrði ég í Óskari og tjáði honum að kannski gæti ég spilað og hjálpað til. Málið komst þá til Bjögga [Björgvins Páls Gústavssonar] og þá þróaðist þetta hratt.“ Alexander er klárlega einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi og hann hlakkar til að byrja að spila á ný. „Ég er mjög spenntur. Þetta er eins og að byrja ferilinn á ný. Það verður gaman að sjá hvar ég stend. Að sjálfsögðu er ég ekki að fara að skora tíu mörk í einum leik. Ég ætti samt að geta hjálpað strákunum mikið. Mér finnst gott að komast í lið þar sem ég get hjálpað mikið.“ Alexander hefur ekki æft mikið undanfarið ár en eftir tilkynninguna hefur hann farið á handboltaæfingu tvo daga í röð. „Ég fór kannski á þrjár æfingar síðasta árið. Ég hef verið að hreyfa mig samt mikið og hef ekki verið með neina verki eins og margir fyrrum handboltamenn á mínum aldri. Ég er í góðu standi.“ Viðtalið við Alexander má sjá hér að neðan. Klippa: Spenntur fyrir að byrja aftur Olís-deild karla Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
„Þetta byrjaði eftir að Snorri hætti með liðið. Þá hitti ég Óskar Bjarna óvart og hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að þjálfa Valsliðið með honum,“ sagði Alexander í viðtali við íþróttadeild. „Ég sagðist ekkert hafa spáð í því. Svo fór ég að tala við konuna mína um hvað ég ætti að fara að gera á Íslandi. Þá fór ég að hugsa um að kannski gæti ég spilað og þjálfað með Óskari. Svo heyrði ég í Óskari og tjáði honum að kannski gæti ég spilað og hjálpað til. Málið komst þá til Bjögga [Björgvins Páls Gústavssonar] og þá þróaðist þetta hratt.“ Alexander er klárlega einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi og hann hlakkar til að byrja að spila á ný. „Ég er mjög spenntur. Þetta er eins og að byrja ferilinn á ný. Það verður gaman að sjá hvar ég stend. Að sjálfsögðu er ég ekki að fara að skora tíu mörk í einum leik. Ég ætti samt að geta hjálpað strákunum mikið. Mér finnst gott að komast í lið þar sem ég get hjálpað mikið.“ Alexander hefur ekki æft mikið undanfarið ár en eftir tilkynninguna hefur hann farið á handboltaæfingu tvo daga í röð. „Ég fór kannski á þrjár æfingar síðasta árið. Ég hef verið að hreyfa mig samt mikið og hef ekki verið með neina verki eins og margir fyrrum handboltamenn á mínum aldri. Ég er í góðu standi.“ Viðtalið við Alexander má sjá hér að neðan. Klippa: Spenntur fyrir að byrja aftur
Olís-deild karla Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira