„Það er eitt sem mér finnst að KSÍ mætti fara að skoða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 13:31 Aron (fyrir miðju) er spenntur fyrir kvöldinu. Vísir/Diego Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, er spenntur fyrir leik liðsins við Stjörnuna í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabæ í kvöld. Stjarnan mun þar spila sinn fyrsta leik í tæpar þrjár vikur. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu en voru í álíka langri pásu og Stjörnumenn fyrir sigur sinn á Fylki í síðustu viku. Aron gagnrýnir hversu langt sé á milli leikja, sérstaklega um hásumarið þegar aðstæður eru hvað bestar til knattspyrnuiðkunar. „Okkur líður vel. Við erum búnir að vera að spila þokkalega vel en kannski eins og á móti Fylki, þar sem aðalatriðið var að fá þrjú stig, en erum kannski ekki alveg nógu ánægðir með spilamennskuna á köflum. Við vorum náttúrulega að koma úr þriggja vikna sumarfríi um hásumar,“ „Það er eitt sem mér finnst að KSÍ mætti fara að skoða, hvernig stendur á því að lið séu í þriggja vikna pásum hérna hægri, vinstri, á miðju sumri þegar veðrið er sem best. Það er mikið talað um að lengja tímabilið þá er skrýtið að maður sé í svona löngum pásum um hásumar,“ segir Aron. Hann kveðst þó spenntur fyrir leiknum en Stjarnan vann afar góðan 5-0 sigur á FH í síðasta leik sínum fyrir pásuna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Stjarnan er náttúrulega með mjög gott lið og ég held að helmingurinn af hópnum þeirra sé í öllum þessum yngri landsliðum. Svo í bland við það eru þeir með reynslumikla leikmenn sem hafa verið í deildinni í tugi ára. Mér finnst hafa verið stígandi í þeirra liði undanfarið og þetta verður hættulegur leikur fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu en voru í álíka langri pásu og Stjörnumenn fyrir sigur sinn á Fylki í síðustu viku. Aron gagnrýnir hversu langt sé á milli leikja, sérstaklega um hásumarið þegar aðstæður eru hvað bestar til knattspyrnuiðkunar. „Okkur líður vel. Við erum búnir að vera að spila þokkalega vel en kannski eins og á móti Fylki, þar sem aðalatriðið var að fá þrjú stig, en erum kannski ekki alveg nógu ánægðir með spilamennskuna á köflum. Við vorum náttúrulega að koma úr þriggja vikna sumarfríi um hásumar,“ „Það er eitt sem mér finnst að KSÍ mætti fara að skoða, hvernig stendur á því að lið séu í þriggja vikna pásum hérna hægri, vinstri, á miðju sumri þegar veðrið er sem best. Það er mikið talað um að lengja tímabilið þá er skrýtið að maður sé í svona löngum pásum um hásumar,“ segir Aron. Hann kveðst þó spenntur fyrir leiknum en Stjarnan vann afar góðan 5-0 sigur á FH í síðasta leik sínum fyrir pásuna. „Þetta leggst mjög vel í mig. Stjarnan er náttúrulega með mjög gott lið og ég held að helmingurinn af hópnum þeirra sé í öllum þessum yngri landsliðum. Svo í bland við það eru þeir með reynslumikla leikmenn sem hafa verið í deildinni í tugi ára. Mér finnst hafa verið stígandi í þeirra liði undanfarið og þetta verður hættulegur leikur fyrir okkur,“ segir Aron. Leikur Stjörnunnar og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira