Stjórnarmenn Tesla samþykkja að skila 735 milljónum dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 08:27 Greiðslur til Elon Musk, stofnanda Tesla, hafa verið teknar fyrir í aðskildu dómsmáli. AP/David Zalubowski Stjórnarmenn Tesla hafa samþykkt að skila 735 milljónum dala í hlutafjárkaupréttum, eftir að hluthafar höfðuðu mál á hendur þeim vegna ákvörðunar þeirra um óhóflegar greiðslur til handa þeim sjálfum. Sáttin nær ekki til 56 milljarð dala tekjupakka Elon Musk, sem fór fyrir dóm í fyrra. Niðurstöðu í því máli er að vænta á næstunni. Tesla hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en í dómsskjölum segir að jafnvel þótt stjórnarmenn Tesla telji sig hafa samþykkt greiðslurnar í góðri trú og í þágu hluthafa félagsins hafi þeir ákveðið að gangast undir sátt til að forða sjálfum sér og fyrirtækinu frá fleiri lögsóknum. Málið var höfðað af lífeyrissjóði lögreglu- og slökkviliðsmanna í Detroit en fjármunirnir sem samið var um að stjórnarmennirnir myndu skila munu renna beint aftur til fyrirtækisins. Þá munu þeir ekki þiggja neina umbun fyrir störf sín fyrir árin 2021, 2022 og 2023. Stjórn fyrirtækisins mun einnig endurskoða hvernig stjórnarmönnum er umbunað. Bandaríkin Tesla Bílar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sáttin nær ekki til 56 milljarð dala tekjupakka Elon Musk, sem fór fyrir dóm í fyrra. Niðurstöðu í því máli er að vænta á næstunni. Tesla hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið en í dómsskjölum segir að jafnvel þótt stjórnarmenn Tesla telji sig hafa samþykkt greiðslurnar í góðri trú og í þágu hluthafa félagsins hafi þeir ákveðið að gangast undir sátt til að forða sjálfum sér og fyrirtækinu frá fleiri lögsóknum. Málið var höfðað af lífeyrissjóði lögreglu- og slökkviliðsmanna í Detroit en fjármunirnir sem samið var um að stjórnarmennirnir myndu skila munu renna beint aftur til fyrirtækisins. Þá munu þeir ekki þiggja neina umbun fyrir störf sín fyrir árin 2021, 2022 og 2023. Stjórn fyrirtækisins mun einnig endurskoða hvernig stjórnarmönnum er umbunað.
Bandaríkin Tesla Bílar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira