Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 07:45 Eigendur gamalla bíla hafa stundum gripið í tómt í sumar. Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“ Bensín og olía Neytendur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira