Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2023 20:04 Börn eru mjög hrifin af nýjum kartöflum, ekki síður en fullorðnir. Hér eru þau frá vinstri, Ólöf Edda Helgadóttir 3 ára, Ólafur Kolbeinn Eiríksson 8 ára, Rúnar Atli Helgason 6 ára og Björgvin Geir Sigurðarson 11 ára að smakka í dag á nýju kartöflunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur. Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira