Íslendingar í aðalhlutverki þegar Norrköping kynnti Ísak Andra til leiks með frábæru myndbandi Smári Jökull Jónsson skrifar 18. júlí 2023 19:09 Ísak Andri er orðinn leikmaður IFK Norrköping. Vísir/Hulda Margrét IFK Norrköping hefur staðfest Ísak Andra Sigurgeirsson sem nýjan leikmann félagsins. Í kynningarmyndbandi liðsins á Twitteru er Ísland og Íslendingar í aðalhlutverki. Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“ Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“
Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira