Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júlí 2023 19:31 Mikið hefur mætt á slökkviliðsfólki undanfarna daga enda um mesta mosabruna að ræða í manna minnum. Vísir/Vilhelm Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki. Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira