Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júlí 2023 19:31 Mikið hefur mætt á slökkviliðsfólki undanfarna daga enda um mesta mosabruna að ræða í manna minnum. Vísir/Vilhelm Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki. Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira