Grunaður um barnaníð á Íslandi og mörgum öðrum löndum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 19:18 Reger er grunaður um brot gegn drengjum og karlmönnum áratugi aftur í tímann. Hjúkrunarfræðingurinn og presturinn Bradley Earl Reger hefur verið handtekinn í Kaliforníu og er grunaður um áratugalanga misnotkun á drengjum. Hann er grunaður um að hafa flutt drengi úr landi og misnotað þá þar, meðal annars á Íslandi. Reger var handtekinn þann 6. júlí og er haldið í fangelsi í borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníufylkis. En hann er búsettur í smábænum Susanville, norðaustan við borgina. Lögreglan er með á annan tug brota til rannsóknar nú þegar, gegn drengjum og karlmönnum á aldrinum 12 til 22 ára, en talið er að brotin séu miklu fleiri, skipti jafn vel hundruðum. Meðal annars er hann sakaður um að hafa þuklað á kynfærum þeirra undir því yfirskini að hann væri að framkvæma skoðanir á heilsugæslustöðinni sem hann starfaði á í Susanville. Þá er hann einnig sakaður um að hafa flutt drengi með sér í kirkjulegu starfi víðs vegar um heim og brotið á þeim þar. Svo sem á hótelherbergjum og tjaldsvæðum. Er hann meðal annars sakaður um að hafa haldið drengjunum niðri á meðan hann stakk fingrum sínum í endaþarm þeirra. Einnig að hann hafi fyrirskipað þeim að fróa sér fyrir framan hann því hann þyrfti að rannsaka sæðið. Fréttasíðan The Daily Beast greinir frá þessu. Trúboðaferðir Lögreglan hefur til rannsóknar brot á nærri tuttugu ára tímabili, frá árinu 2004 til 2023. Á þessum tíma ferðaðist Reger 235 sinnum til útlanda í svokallaðar trúboðaferðir. Meðal annars til Úkraínu, Póllands, Spánar, Bretlands, Filippseyja, Suður Kóreu, Mexíkó og Íslands. Oftsinnis var hann með unga drengi með sér. Susanville er lítill bær norðaustan við Sacramento. Lögreglan hefur marg oft haft Reger til rannsóknar vegna kynferðisbrota gegn ungmennum.Wikipedia Ekki er loku fyrir því skotið að brotin nái lengra aftur í tímann en síðan 1986 hefur Reger verið virkur í ungmennastarfi. Svo sem í kristilegum skólum, sumarbúðum og trúboðastarfi. Samkvæmt gögnum lögreglu hefur hann meðal annars gegnt stöðu kennara, ráðgjafa, glímuþjálfara, djákna og skólastjórnanda. Oftsinnis til rannsóknar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur afskipti af Reger. Strax árið 1986 var hann til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða barni. Lögregluskýrslur þessa máls eru hins vegar glataðar. Lögreglan í Susanville rannsakaði Reger á nýjan leik árið 2003. Svo árið 2006 og 2007. Allt vegna kynferðisbrota gegn ólögráða drengjum en engin rannsókn leiddi til ákæru. Kirkjan sem Reger starfaði hjá, Church of Nazarene, rannsakaði hann einnig. Það er meint brot gegn 10 til 15 drengjum og nokkrum fullorðnum karlmönnum. Sendi kirkjan sín gögn til barnaverndaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda í október á síðasta ári. Verði Reger fundinn sekur gæti hann átt þrjátíu ára fangelsi yfir höfði sér. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Reger var handtekinn þann 6. júlí og er haldið í fangelsi í borginni Sacramento, höfuðborg Kaliforníufylkis. En hann er búsettur í smábænum Susanville, norðaustan við borgina. Lögreglan er með á annan tug brota til rannsóknar nú þegar, gegn drengjum og karlmönnum á aldrinum 12 til 22 ára, en talið er að brotin séu miklu fleiri, skipti jafn vel hundruðum. Meðal annars er hann sakaður um að hafa þuklað á kynfærum þeirra undir því yfirskini að hann væri að framkvæma skoðanir á heilsugæslustöðinni sem hann starfaði á í Susanville. Þá er hann einnig sakaður um að hafa flutt drengi með sér í kirkjulegu starfi víðs vegar um heim og brotið á þeim þar. Svo sem á hótelherbergjum og tjaldsvæðum. Er hann meðal annars sakaður um að hafa haldið drengjunum niðri á meðan hann stakk fingrum sínum í endaþarm þeirra. Einnig að hann hafi fyrirskipað þeim að fróa sér fyrir framan hann því hann þyrfti að rannsaka sæðið. Fréttasíðan The Daily Beast greinir frá þessu. Trúboðaferðir Lögreglan hefur til rannsóknar brot á nærri tuttugu ára tímabili, frá árinu 2004 til 2023. Á þessum tíma ferðaðist Reger 235 sinnum til útlanda í svokallaðar trúboðaferðir. Meðal annars til Úkraínu, Póllands, Spánar, Bretlands, Filippseyja, Suður Kóreu, Mexíkó og Íslands. Oftsinnis var hann með unga drengi með sér. Susanville er lítill bær norðaustan við Sacramento. Lögreglan hefur marg oft haft Reger til rannsóknar vegna kynferðisbrota gegn ungmennum.Wikipedia Ekki er loku fyrir því skotið að brotin nái lengra aftur í tímann en síðan 1986 hefur Reger verið virkur í ungmennastarfi. Svo sem í kristilegum skólum, sumarbúðum og trúboðastarfi. Samkvæmt gögnum lögreglu hefur hann meðal annars gegnt stöðu kennara, ráðgjafa, glímuþjálfara, djákna og skólastjórnanda. Oftsinnis til rannsóknar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan hefur afskipti af Reger. Strax árið 1986 var hann til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða barni. Lögregluskýrslur þessa máls eru hins vegar glataðar. Lögreglan í Susanville rannsakaði Reger á nýjan leik árið 2003. Svo árið 2006 og 2007. Allt vegna kynferðisbrota gegn ólögráða drengjum en engin rannsókn leiddi til ákæru. Kirkjan sem Reger starfaði hjá, Church of Nazarene, rannsakaði hann einnig. Það er meint brot gegn 10 til 15 drengjum og nokkrum fullorðnum karlmönnum. Sendi kirkjan sín gögn til barnaverndaryfirvalda og heilbrigðisyfirvalda í október á síðasta ári. Verði Reger fundinn sekur gæti hann átt þrjátíu ára fangelsi yfir höfði sér.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira