Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 11:36 Í dag verður Vigdíarvallaleið opnuð að gosinu. Þar er þó engin merkt gönguleið og gangan talsvert erfiðari en frá Suðurstrandavegi. Vísir/Arnar Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56