Gat ekki annað en hlegið þegar VAR-dómurinn var kynntur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2023 15:01 Yoshimi Yamashita braut blað í fótboltasögunni í dag. getty/Ulrik Pedersen Fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC, gat ekki varist hlátri þegar dómari upphafsleiks HM kynnti VAR-dóm fyrir áhorfendum á vellinum. Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira
Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira