Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 09:01 Anton tekur nú þátt í undirbúningi fyrir tónleikaferð hljómsveitanna um Bandaríkin. Anton Kröyer Antonsson Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“ Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“
Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira