Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 09:01 Anton tekur nú þátt í undirbúningi fyrir tónleikaferð hljómsveitanna um Bandaríkin. Anton Kröyer Antonsson Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“ Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“
Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira