„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. júlí 2023 19:18 Hussein Aj Roomey og Nadia Lami ásamt börnum þeirra tveimur bíða nú eftir því að verða send af landi brott aftur til Grikklands. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. Átján barnafjölskyldur hafa að undanförnu haft samband við samtökin Réttur barna á flótta í von um aðstoð að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Réttur barna á flótta. Fjölskyldurnar hafa sumar hverjar verið hér á landi í tæpt ár en eiga von á að vera vísað á brott aftur til Grikklands. „Staðreyndin er sú að ef að fólk er flutt til Grikklands þá fer það á götuna það er ekkert kerfi sem tekur á móti þeim,“ segir Esther. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Réttur barna á flótta segir átján barnafjölskyldur hara leitað til samtakanna nú undanfarið. Vísir/Sigurjón Tímasetningin ámælisverð Samtökunum finnist gróft að vísa fólki frá landi á meðan allir eru í sumarfríi og erfitt að fanga athygli fólks. „Sérstaklega fólks sem hefur verið að berjast með kjafti og klóm fyrir þetta fólk og hefur verið að láta í sér heyra og sinna ákveðnu aðhaldi fyrir ríkisstjórnina en það er erfiðara að ná í þetta fólk núna,“ útskýrir hún. Palestínsk fjölskylda sem dvalið hefur hér í níu mánuði segir tilhugsun um endurkomu til Grikklands hræðilega. Lífið þar sé hræðilegt, sér í lagi fyrir barnunga syni þeirra, þar sem enga menntun eða heilbrigðisþjónustu er að fá. Þau vita ekki hvenær stjórnvöld hyggjast senda þau úr landi en fengu heimsókn frá lögreglu í síðustu viku. Abd al-Rahman al-Zaq hefur dvalið á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í níu mánuði en nú á að senda þau aftur til Grikklands.Vísir/Sigurjón Tók mynd af syninum fyrir skilríki „Við fengum skilaboð frá lögreglunni um að við yrðum að fara. Konan mín fór fyrst á lögreglustöðina og útskýrði aðstæður okkar og sagði þeim að við gætum ekki farið aftur til Grikklands,“ segir fjölskyldufaðirinn Abd al-Rahman al-Zaq. Á fimmtudaginn hafi lögreglan komið til þeirra og tjáð þeim að þau yrðu að fara út. „Ég var ekki hérna og barnið okkar hefur engin ferðaskilríki en á meðan konan mín var fyrir utan að tala við lögregluna fór kona sem var með þeim inn í íbúðina og tók mynd af barninu án þess að láta hana vita,“ útskýrir hann. Hún hafi svo tjáð eiginkonu hans að hún hefði tekið mynd af syni þeirra til að láta útbúa ferðaskilríki fyrir hann. „Við yrðum að fara aftur til Grikklands,“ segir Abd. Börnin hamingjusöm hér Þrátt fyrir að sonur þeirra hafi fæðst hér á landi og ekki víst að Grikkir taki við þeim vegna hans. Flóttinn hefur tekið mikið á eldri son þeirra hjóna sem er hættur að tala. Að sögn foreldra hans hefur honum þó farið fram eftir komuna til Íslands. Þau hræðast bakslag verði að brottvísun þeirra aftur til Grikklands. Íröksk fjölskylda sem einnig bíður brottflutnings vita ekki hvort þau verði send burt í nótt eða á morgun. Börnin séu hamingjusöm á Íslandi. Þau fengu skilaboð þess efnis á föstudaginn í síðustu viku. Ali er sjö ára og systir hans, Fatima, er fimm ára. Vísir/Sigurjón Verði heimilislaus í Grikklandi „Við finnum muninn. Á Grikklandi er fólkið óvinsamlegt af því við erum flóttamenn. Okkur líkar lífið hér, líka börnunum okkar. Sonur okkar segir að fólkið sé gott hérna. Við viljum ekki fara aftur til Grikklands því þar verðum við heimilislaus. Það er ekkert líf fyrir okkur þar. Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar,“ segir fjölskyldan sem hefur dvalið hér á landi frá því í desember. „Við viljum vera hér því hér finnum við lífið,“ segja þau að lokum. Flóttafólk á Íslandi Grikkland Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 3. nóvember 2022 07:18 Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05 Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Átján barnafjölskyldur hafa að undanförnu haft samband við samtökin Réttur barna á flótta í von um aðstoð að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Réttur barna á flótta. Fjölskyldurnar hafa sumar hverjar verið hér á landi í tæpt ár en eiga von á að vera vísað á brott aftur til Grikklands. „Staðreyndin er sú að ef að fólk er flutt til Grikklands þá fer það á götuna það er ekkert kerfi sem tekur á móti þeim,“ segir Esther. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Réttur barna á flótta segir átján barnafjölskyldur hara leitað til samtakanna nú undanfarið. Vísir/Sigurjón Tímasetningin ámælisverð Samtökunum finnist gróft að vísa fólki frá landi á meðan allir eru í sumarfríi og erfitt að fanga athygli fólks. „Sérstaklega fólks sem hefur verið að berjast með kjafti og klóm fyrir þetta fólk og hefur verið að láta í sér heyra og sinna ákveðnu aðhaldi fyrir ríkisstjórnina en það er erfiðara að ná í þetta fólk núna,“ útskýrir hún. Palestínsk fjölskylda sem dvalið hefur hér í níu mánuði segir tilhugsun um endurkomu til Grikklands hræðilega. Lífið þar sé hræðilegt, sér í lagi fyrir barnunga syni þeirra, þar sem enga menntun eða heilbrigðisþjónustu er að fá. Þau vita ekki hvenær stjórnvöld hyggjast senda þau úr landi en fengu heimsókn frá lögreglu í síðustu viku. Abd al-Rahman al-Zaq hefur dvalið á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í níu mánuði en nú á að senda þau aftur til Grikklands.Vísir/Sigurjón Tók mynd af syninum fyrir skilríki „Við fengum skilaboð frá lögreglunni um að við yrðum að fara. Konan mín fór fyrst á lögreglustöðina og útskýrði aðstæður okkar og sagði þeim að við gætum ekki farið aftur til Grikklands,“ segir fjölskyldufaðirinn Abd al-Rahman al-Zaq. Á fimmtudaginn hafi lögreglan komið til þeirra og tjáð þeim að þau yrðu að fara út. „Ég var ekki hérna og barnið okkar hefur engin ferðaskilríki en á meðan konan mín var fyrir utan að tala við lögregluna fór kona sem var með þeim inn í íbúðina og tók mynd af barninu án þess að láta hana vita,“ útskýrir hann. Hún hafi svo tjáð eiginkonu hans að hún hefði tekið mynd af syni þeirra til að láta útbúa ferðaskilríki fyrir hann. „Við yrðum að fara aftur til Grikklands,“ segir Abd. Börnin hamingjusöm hér Þrátt fyrir að sonur þeirra hafi fæðst hér á landi og ekki víst að Grikkir taki við þeim vegna hans. Flóttinn hefur tekið mikið á eldri son þeirra hjóna sem er hættur að tala. Að sögn foreldra hans hefur honum þó farið fram eftir komuna til Íslands. Þau hræðast bakslag verði að brottvísun þeirra aftur til Grikklands. Íröksk fjölskylda sem einnig bíður brottflutnings vita ekki hvort þau verði send burt í nótt eða á morgun. Börnin séu hamingjusöm á Íslandi. Þau fengu skilaboð þess efnis á föstudaginn í síðustu viku. Ali er sjö ára og systir hans, Fatima, er fimm ára. Vísir/Sigurjón Verði heimilislaus í Grikklandi „Við finnum muninn. Á Grikklandi er fólkið óvinsamlegt af því við erum flóttamenn. Okkur líkar lífið hér, líka börnunum okkar. Sonur okkar segir að fólkið sé gott hérna. Við viljum ekki fara aftur til Grikklands því þar verðum við heimilislaus. Það er ekkert líf fyrir okkur þar. Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar,“ segir fjölskyldan sem hefur dvalið hér á landi frá því í desember. „Við viljum vera hér því hér finnum við lífið,“ segja þau að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Grikkland Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 3. nóvember 2022 07:18 Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05 Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. 3. nóvember 2022 07:18
Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05
Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5. nóvember 2022 07:45