Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:17 Ármann Höskuldsson er eldfjallafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42