Sigurður mælir með Krókamýri en Þórlaug segir leiðina erfiðari Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:23 Sigurður Sigurðarson en hann er áhugamaður um gönguleiðir. Vísir/Steingrímur Dúi Vigdísarvallavegur var opnaður umferð á ný í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan nýja möguleika en hægt er að aka inn á leiðina frá Krýsuvíkurvegi á móts við Vatnsskarðsnámu. Í suðri tengist hún inn á Suðurstrandarveg. Við vegamótin er skilti sem segir að þetta sé jeppavegur en ekki ætlaður fólksbílum. Í Krókamýri hittum við Sigurð Sigurðarson, sem gagnrýnt hefur lokun Vigdísarvallaleiðar. Í Krókamýri á Vigdísarvallaleið. Þar voru nokkrir bílar um miðjan dag og fór fjölgandi eftir að vegurinn var opnaður.Vísir/Steingrímur Dúi „Ég skil bara ekki hversvegna þessi leið hefur verið lokuð hérna, Vigdísarvallaleið. Hérna er styst yfir að gosstöðvunum,“ segir Sigurður en hann er áhugamaður um gönguleiðir og ritstýrði á árum áður tímaritinu Áfangar, um útivist, ferðamál og náttúru landsins. „Þetta heitir Krókamýri hérna og hér er styst að gosstöðvunum, aðeins fimm kílómetrar, og tiltölulega létt leið,“ segir Sigurður en tekur fram að þar séu fá bílastæði. Gönguleiðir að gosstöðvunum. Leiðin úr Krókamýri er styst.Grafík/Hjalti Sjálfur var hann að leggja upp í göngu að gosstöðvunum ásamt Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa. Sigurður telur verra að ganga upp frá Vigdísarvöllum, það sé mun erfiðari leið. Almannavarnir biðla hins vegar til fólks að ganga ekki þessa leið heldur halda sig við Meradalaleiðina sem þær segja miklu öruggari og betri. Og fjáreigendur í Grindavík eru óhressir því í Krókamýri er þeirra beitarhólf. „Það verður ekki lengi fallegt beitiland þegar eru komnir hér þúsund bílar. Nei, þá verður þetta allt bara troðið niður,“ segir Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík. Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir hún að göngufólk þurfi að fara yfir rafmagnsgirðingu og óttast að girðingin verði eyðilögð. „Það liggur við að það sé alveg eins hægt að segja okkur að smala núna, ef þeir leggja niður girðinguna, svo féð fari ekki út fyrir,“ segir Þórlaug. En er leiðin úr Krókamýri fyrir venjulegt fólk eða aðeins fyrir hrausta göngumenn? „Þetta er fyrir alla. Það er mjög auðvelt að fara hérna upp. Þið sjáið að þetta er ekki bratt,“ svarar Sigurður. Gönguleiðin upp úr Krókamýri. Fjær vinstra megin sést í eldgíginn við Litla-Hrút. Til hægri sést Keilir.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er ekkert betri ganga heldur en hin. Þú þarft að fara töluvert upp og svo bara beint niður hinumegin áður en þú kemur inn á Selsvellina. Þetta er erfið ganga,“ segir Þórlaug. „Nei, nei, nei. Þetta er bara fínasta gönguleið. Þangað til þú kemur í hraunið. Menn þurfa bara að hafa vara á sér þar,“ segir Sigurður. „Við smölum hérna á hverju ári og búin að fara margar ferðir hérna. Þetta er miklu erfiðara,“ segir Þórlaug. Þess má geta að í Krókamýri er lækur með tæru vatni. Þar er einnig salerni á vegum Reykjanesfólkvangs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landbúnaður Grindavík Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02 „Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41 Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36 Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan nýja möguleika en hægt er að aka inn á leiðina frá Krýsuvíkurvegi á móts við Vatnsskarðsnámu. Í suðri tengist hún inn á Suðurstrandarveg. Við vegamótin er skilti sem segir að þetta sé jeppavegur en ekki ætlaður fólksbílum. Í Krókamýri hittum við Sigurð Sigurðarson, sem gagnrýnt hefur lokun Vigdísarvallaleiðar. Í Krókamýri á Vigdísarvallaleið. Þar voru nokkrir bílar um miðjan dag og fór fjölgandi eftir að vegurinn var opnaður.Vísir/Steingrímur Dúi „Ég skil bara ekki hversvegna þessi leið hefur verið lokuð hérna, Vigdísarvallaleið. Hérna er styst yfir að gosstöðvunum,“ segir Sigurður en hann er áhugamaður um gönguleiðir og ritstýrði á árum áður tímaritinu Áfangar, um útivist, ferðamál og náttúru landsins. „Þetta heitir Krókamýri hérna og hér er styst að gosstöðvunum, aðeins fimm kílómetrar, og tiltölulega létt leið,“ segir Sigurður en tekur fram að þar séu fá bílastæði. Gönguleiðir að gosstöðvunum. Leiðin úr Krókamýri er styst.Grafík/Hjalti Sjálfur var hann að leggja upp í göngu að gosstöðvunum ásamt Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa. Sigurður telur verra að ganga upp frá Vigdísarvöllum, það sé mun erfiðari leið. Almannavarnir biðla hins vegar til fólks að ganga ekki þessa leið heldur halda sig við Meradalaleiðina sem þær segja miklu öruggari og betri. Og fjáreigendur í Grindavík eru óhressir því í Krókamýri er þeirra beitarhólf. „Það verður ekki lengi fallegt beitiland þegar eru komnir hér þúsund bílar. Nei, þá verður þetta allt bara troðið niður,“ segir Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík. Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir hún að göngufólk þurfi að fara yfir rafmagnsgirðingu og óttast að girðingin verði eyðilögð. „Það liggur við að það sé alveg eins hægt að segja okkur að smala núna, ef þeir leggja niður girðinguna, svo féð fari ekki út fyrir,“ segir Þórlaug. En er leiðin úr Krókamýri fyrir venjulegt fólk eða aðeins fyrir hrausta göngumenn? „Þetta er fyrir alla. Það er mjög auðvelt að fara hérna upp. Þið sjáið að þetta er ekki bratt,“ svarar Sigurður. Gönguleiðin upp úr Krókamýri. Fjær vinstra megin sést í eldgíginn við Litla-Hrút. Til hægri sést Keilir.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er ekkert betri ganga heldur en hin. Þú þarft að fara töluvert upp og svo bara beint niður hinumegin áður en þú kemur inn á Selsvellina. Þetta er erfið ganga,“ segir Þórlaug. „Nei, nei, nei. Þetta er bara fínasta gönguleið. Þangað til þú kemur í hraunið. Menn þurfa bara að hafa vara á sér þar,“ segir Sigurður. „Við smölum hérna á hverju ári og búin að fara margar ferðir hérna. Þetta er miklu erfiðara,“ segir Þórlaug. Þess má geta að í Krókamýri er lækur með tæru vatni. Þar er einnig salerni á vegum Reykjanesfólkvangs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landbúnaður Grindavík Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02 „Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41 Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36 Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02
„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41
Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36
Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35