„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2023 12:31 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11