Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 09:38 Héðan í frá má göngufólk ekki ganga að eldgosinu að kvöldlagi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Óhlýðnum ekki fylgt inn á hættusvæði Þar segir jafnframt að gosvaktin hafi gengið vel í gærkvöldi og í nótt og að svo virðist sem flestir hafi sýnt því skilning að aðgangur að svæðinu væri háður takmörkunum. Þó hafi nokkur tilfelli verið skráð þar sem aðstoða þurfti fólk sem hafði örmagnast á göngu niður af gönguslóðinni. Þá hafi einhverjir ekki hagað sér vel. „Töluverður fjöldi fólks fór inn á hættusvæðið austan við gíginn og kom sér fyrir upp við hraunjaðarinn. Þeim var ekki fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum. Enn sem fyrr eru einstaka ferðamenn til vandræða og fara ekki að fyrirmælum viðbragðsaðila en misvel gekk að koma fólkinu út fyrir hættusvæðið. Ökumaður var staðinn að utan vega akstri á Lækjarvöllum við Djúpavatn í gær. Þá verða nokkrir einstaklingar kærðir fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.“ Þá segir að fjallið Litli-Hrútur sé hættusvæði og að inni á hættusvæði sé fólk á eigin ábyrgð. Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32 „Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Óhlýðnum ekki fylgt inn á hættusvæði Þar segir jafnframt að gosvaktin hafi gengið vel í gærkvöldi og í nótt og að svo virðist sem flestir hafi sýnt því skilning að aðgangur að svæðinu væri háður takmörkunum. Þó hafi nokkur tilfelli verið skráð þar sem aðstoða þurfti fólk sem hafði örmagnast á göngu niður af gönguslóðinni. Þá hafi einhverjir ekki hagað sér vel. „Töluverður fjöldi fólks fór inn á hættusvæðið austan við gíginn og kom sér fyrir upp við hraunjaðarinn. Þeim var ekki fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum. Enn sem fyrr eru einstaka ferðamenn til vandræða og fara ekki að fyrirmælum viðbragðsaðila en misvel gekk að koma fólkinu út fyrir hættusvæðið. Ökumaður var staðinn að utan vega akstri á Lækjarvöllum við Djúpavatn í gær. Þá verða nokkrir einstaklingar kærðir fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.“ Þá segir að fjallið Litli-Hrútur sé hættusvæði og að inni á hættusvæði sé fólk á eigin ábyrgð.
Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32 „Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22. júlí 2023 09:32
„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22. júlí 2023 12:31